SkandóHin sænska Robyn er skæð í dansvæna poppinu eins og margir ættu að vita, enda kom hún hingað um daginn að spila mússík ofan í gesti á Jacobsen með löðrandi árangri. Hún leitar hér til nágrannalanda og slæst í hóp með norðmönnunum í Röyksopp og saman færa þau okkur lag sem er að mínu mati fyrsti ofsasmellur sumarsins. Alveg endalaust flott lag með melódíu sem lætur engan ósnortinn. Syntharnir fengnir að láni frá New Order og bakraddir frá Eurythmics. Semsagt sam-norræn faux-níundaáratugs dansdramatík af flottustu sort.

» Röyksopp & Robyn - The Girl And The Robot

Ummæli

Vinsælar færslur