Táraflóð - Vegir lokaðirÞá er skollin á ferðahelgi með tilheyrandi pollagöllum, regngrilli og úrkomudrykkju. Ég er farinn út í sveit að spila Kubb og hlusta á kántrí tónlist, enda ekkert annað hægt þegar það er sumar og ekki malbik í augsýn. Conway Twitty er einn af borðfótum dreifbýlistónlistarinnar og leggur hann til tvö lög í dag. Fyrst einn táratogara og svo einn af sínum mörgu dúettum með Lorettu Lynn. Dásemd og volæði alveg hreint.

» Conway Twitty - Hello Darlin'
» Conway Twitty & Loretta Lynn - Lead Me On

Ummæli

Vinsælar færslur