þriðjudagur, apríl 22, 2008

The Alan Wilkis ProjectAlan Wilkis var að senda okkur efni af nýju plötunni sinni, 'Babies Dream Big'. Hann kemur frá Brooklyn og segist flytja tónlist sem sé erfitt að negla niður, en er þó rótföst í 70s og 80s soul, elektró og -(töfraorðin mín)- soft rock. Ég er sammála hans eigin mati. Pínu einsog eldri, ekki eins graður bróðir Johnny Sexual.

Skemmtileg og tilfinningaþrungin tónlist sem sameinar DIY trommuheila og smekklegar lagasmíðar. Tár á kinn, snúningur í mjöðm og einstaka hetjusóló. Meðmælt!

Alan Wilkis - 'I Wanna Know' mp3
Alan Wilkis - 'Burnin'' mp3

1 ummæli:

Laufey sagði...

úúúú fílaetta,sérstaklega "burnin" ouuwww!