föstudagur, júní 26, 2009

Khaaann!óóóókey ég er búinn að liggja soldið í undarlegu deildinni undanfarið og því er kominn tími á ferskt skol í hárið. Bat for Lashes er Natasha Khan frá Englandi. Hún er seiðandi blöndungur af Portishead, Donovan, Stevie Nicks og einhverri norna-elektróník. Nýja platan hennar, "Two Suns" er í nánast stöðugri spilun hjá mér þessa dagana. Alveg stórkostleg.

Orginallinn af þessu lagi er alveg sjúklega flottur en ég læt remix fljóta að þessu sinni. Útúrmökkað dubstep í vangadans stíl.

» Bat for Lashes - Daniel (Fazhands remix)

Orginallinn

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lýsingin hljómar svo vel, en linkurinn virkar því miður ekki.

Bobby Breidholt sagði...

Glúbb. Hósting dæmið mitt er í algeru lamasessi þessa dagana. Er búinn að setja þetta aftur upp.