Bleikt og (fjólu)Blátt

Alan Wilkis félagi okkar var að gefa út nýja EP plötu, 'Pink And Purple'. Alan er flinkur svefnherbergispródúsent og marghljóðfærameistari sem gerir út frá Brooklyn, NY. Hann staðsetur sig í eitís með glás af soul og vangadansi helltu yfir. Allskonar smart fólk lagði honum lið á EPinu, meðal annars lið úr TV on the Radio og Yeah Yeah Yeahs. Endilega tékkið á Alan á vefnum, hlustið á titillagið og takið einn sveittan vangara undir reykvélinni.
» Alan Wilkis - Pink and Purple
» Alan Wilkis - Time Machine
Ummæli
Bjarki