Words

Eitt uppáhalds eitíslagið mitt er lagið Words með one-hit-wonderinu F.R. David.



Mamma átti þetta lag á kasettu, merkta "Lög unga fólksins 1983" eða eitthvað álíka, og ég spilaði þetta til dauða um svipað leyti og ég áttaði mig á hvernig kasettutæki virka, sennilega svona sex ára gamall.

Ég var að finna cover af þessu lagi með bresku hljómsveitinni Tremeloes. Þeir fara vægast sagt hrjufum höndum um þetta fíngerða rafpopplag, og myndbandið er enn verra, ekki er nóg með að líkamstungumál þeirra beri með sér að þeir nenni ekki að vera þarna, heldur virðist öll umgjörð myndbandsins snúast um hvað þeim leiðist að þurfa að kovera einhvern fokkin ítalósmell.



Annars er Tremeloes alveg merkileg hljómsveit. Þeir komu upp á svipuðum tíma og bítlarnir, náðu aldrei almennilega sama risi og þeir þó að þeir hafi átt nokkra smelli, og upp úr 1966 ákveður forsöngvarinn að stinga af og meikaða sóló. Það heyrðist ekkert meira frá honum en stuttu seinna áttu þeir stærsta smellinn sinn, Silence Is Golden

Þeir halda áfram að gera svona letta poppsmelli í nokkurn tíma með góðum árangri, en upp úr 1970 ákveða þeir að fylgja tíðarandanum og gerast áleitnir tónlistarmenn. Þeir tækla það pínu vitlaust, byrja að tala um stefnubreytinguna áður en þeir gefa nokkuð út, og fóru að tala um það hvað gamla efnið þeirra hafi verið svakalega lélegt, svo lélegt að þeir sem hlustuðu á það (sumsé allir aðdáendur hljómsveitarinnar) væru hálfvitar.

Jább.

Þeir kynntu nýju plötuna sína með að kalla alla aðdáendur sína smekklausa hálfvita.

Platan seldist ekki vel.

Næstu árin börðust þeir í bökkum, túruðu landið og spiluðu lítil gigg, gáfu út eitthvað efni, en náðu aldrei aftur sömu hæðum.

Seint á níunda áratugnum hætti forsöngvari hljómsveitarinnar, Chip Hawkes, í hljómsvetinni sinni til að hlúa að tónlistarferli sonar sins, one-hit-wonderið Chesney Hawkes.

Ummæli

Vinsælar færslur