Joe Pug kemur til íslands
Joe Pug er krúttlegur gítargutlari frá Ameríkunni sem spilar heiðarlega fólkmúsík í anda Bob Dylan og allra þessarra gaura.

Eftir lífskrísuna sem er öllum svona tónlistarmönnum svo nauðsynleg ákvað hann að henda í smá tónlistarferil. Hann gaf út stuttskífuna Nation of Heat á fyrri hluta síðasta sumars, og er breiðskífa á leiðinni í ár.

Hann er á stöðugri tónleikaferð í sumar, spilar meðal annars á Bonnaroo og Newport Folk Festival, en auk þess mun hann heiðra okkur íslendinga með nærveru sinni á Café Rósenberg 2. júlí.

Tónleikarnir byrja kl. 9, og munu tónlistarbræður hans þeir Bob Justman og Snorri Helgason úr Sprengjuhöllinni hita upp. Miðaverð er einn þúsundkall.

» Joe Pug - Hymn #101
» Joe Pug - Nation of Heat

- - - -

» Joe Pug á Myspace
» Nation of Heat

Ummæli

Teh Maggi sagði…
Fokk me hvað þetta er gott stöff.

Vinsælar færslur