WhompWhompWhommp!!Fyrst ég var að rövla um dubstep í gær þá er ég í stuði fyrir eitt í viðbót. Ég gæti alveg trúað því að það sé að koma einhver ofboðsleg dubstep bylgja. Fyrir ári síðan vissi ég varla hvað þetta var, en núna er einsog önnur hver færsla á músík bloggunum sé um dubstep. Ekkert að því, ég er að fíla þetta.

George Lenton er breskur snilli sem býr til elektró af öllum tegundum en bestu lögin eru einmitt útúr döbbsteppuð. Hér er einn dimmur og djústeiktur hittari. Whommp!

» George Lenton - Jungle Whomp

Ummæli

Vinsælar færslur