Gestablogg: Razzlindazzlin's Nippon WaxÍ mjög sérstakri gestafærslu fáiði hér skammt af japönsku "rare groove" en undir þann flokk falla allar þær djass/soul/funk plötur sem eru vinsælar hjá plötusöfnurum.

Gesturinn að þessu sinni vill láta kalla sig Razzlindazzlin en það er viðurnefni hans á eBay þar sem hann rekur netverslun sem selur sjaldgæf anime sándtrökk, djass, funk og fleira. Hann er jafnframt yngsti meðlimur plötusafnaraklíku DJ Muro, Kings of Diggin', og hefur farið þvert yfir allt Japan í leit að plötum. Við gefum honum orðið:

"Ruriko Ohgami fæddist í Osaka og var soul söngkona. Ferillinn hennar var stuttur en virkust var hún á seinni hluta áttunda áratugarins. Þetta lag er ansi magnað en einnig má segja það sama um plötukoverið."

» Ruriko Ohgami - "Sexy Woman"

Ummæli

Vinsælar færslur