Nýtt lag frá Snorra Helgasyni
Rétt í þessu var að detta inn um rafpóstlúguna mína nýtt lag frá Snorra Helgasyni, söngvara Sprengjuhallarinnar. Lagið, sem er fyrsta sóló-útgáfa Snorra, er aðeins meira Folk-legt en það sem Sprengjuhöllin er búin að vera að bardúsa við, og feykiskemmtilegt. Lagið verður á fyrstu sólóplötu Snorra sem má vænta síðla árs.

» Snorri Helgason - Freeze Out

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég get ekki hlustað??? vona að þetta hrökkvi hjá mér sem fyrst, er mjög spennt að heyra!
Árni sagði…
Frábært lag hjá pungnum.
Jakobina sagði…
Flott lag.....

Vinsælar færslur