Skyndikynni



Þetta var að detta inn í tölvuna hjá mér og ég verð að skella því inn rétt áður en ég fer út. Flotterí á laugardegi.

Útskýringin á laginu krefst einbeitingar: Hér höfum við hljómsveit að nafni Mason Proper að covera lag hrokagikksins Kanye West 'Love Lockdown'... en undirspilið er blanda af fyrrnefndu lagi og smelli LCD Soundsystem 'Get Innoucuous'. En ekki hvað?

Alveg framúrskarandi stuð sem vekur hina dauðu. Og þvílíkur munur er að heyra þetta lag sungið án ógeðis Cher-róbótaraddarinnar í Kanye útgáfunni.

» Mason Proper - "Love Lockdown - Get Innocuous"

Ummæli

Arnór sagði…
Tryllt cover. Fyndið hvernig þessi tegund af "róbótarödd" öskrar alltaf CHER!
Bobby Breidholt sagði…
Já og skrítið að röppurum finnst töff að stæla hana.
krilli sagði…
Já, þvílík hugmynda-auðgi, og gríðarlega snöfurmannlegt að vera svona snöggur að grafa gullið úr þessu annars ógeðslega original-lagi.

Skrítið að rapparar þyki töff. Róbóta-rapparar með röddina hennar Cher á USB lykli. Þekkjum við einhvern sem finnst þeir töff? Eru þeir ekki svona generally ignored nuisance almennt?

Vinsælar færslur