George DemureVið höfum póstað dóti með George Demure áður og því telst hann góðvinur okkar með bökuðum kartöflum. Hann er skoskur elektró-krúner og er þessa dagana að gefa út nýjan singúl af plötu sinni "Boomtown Medallion". Lagið sem um ræðir er ábreiða af gömlum Bowie hittara síðan í fyrndinni. Pínu Hot Chip fílingur, pínu Bryan Ferry píningur. Allt í það heila nokkuð grípandi elektró.

George Demure - 'Sorrow' mp3

Já, heyrðu og svo er hérna remix eftir sjálfan Dave Ball. Hver er hann segirðu? Jú, hann var helmingurinn af Soft Cell. Því er þetta lag með eins mikið eitís kredentials og mögulegt er.
George Demure - 'Sorrow' (Dave Ball Nitewreckers Radio Mix) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur