Þögnin RofinÞetta hefur verið svolítið hljóðlát vika hér á diskótekinu í Breiðholti. Einhver trúðurinn hefur stigið á snúru í trylltum dansi og allar græjur í gólfið. Ekkert smá neyðarlegt fyrir þann gæja. En við erum búin að teipa saman kasettutækið og mikserinn og núna ætti stuðið að haldast frameftir sumri.

Einsog til að sanna það eru hérna tvö snælduflott áströlsk lög sem má leggja járnbrautarteina við.

Það er með ólíkindum hvað andfætlingar okkar eru duglegir að gera skemmtilega dansimússík. Van She, Cut/Copy, The Twelves, Bumblebeez, Bagraiders, Midnight Juggernauts, KIM, Miami Horror, The Presets og svo mætti lengi lengi telja! Það hlýtur eitthvað að vera í kóalabjarnarmjólkinni. Hvar fær maður svoleiðis á fernu?

Pnau frá Sydney hafa amk verið að þamba hana af áfergju. TJÉKKIÐ á þessu lagi hérna. Þetta er bara sumarsmellur sumarsmellanna. Er ekki annars vetur í Ástralíu núna? OK, vetrarsmellur þá:
Pnau - 'Baby' mp3

Hitt bandið heitir Theatre of Disco og þau minna svolítið á LCD Soundsystem finnst mér. Þetta er amk flott grúf og ég lýsi því yfir að þetta lag læknar ástarsorg og kveður mánudagsblús í kútinn. NJÓTIÐ!
Theatre of Disco - 'YOA' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú ættir að athuga Breakbot remix-ið af Baby. Mér finnst það grúva töluvert meira en upprunalega útgáfan en það er kannski bara ég.
Bobby Breidholt sagði…
Aha ég skal tékka á því. Takk. Annars er Sam la More remixið líka gjebbó.
Ultramafic sagði…
where is that picture from? it's amazing.
Bobby Breidholt sagði…
Hi. Yeah it's pretty awesome. I found it on ffffound.com. No idea who shot it or where it was taken.

Vinsælar færslur