Óður Gresjunnar
Ég er hægt og bítandi að venja mig af bjórdrykkju og skipta yfir í viskí. Enda að verða fullorðinn og sköllóttur. Það er svo óhuggulegt að mæta í partý með bjór í plastpoka einsog lúði, núna mætir maður dannaður með bús í silfurpela. Það þarf helst að vera single malt, gamalt og frá Skotlandi. Þetta Ammríska er ógeð. Glenlivet er uppáhalds. Líka Macallan og Talisker. Njamm.
Einsog egg & beikon eða Hall & Oates, þá er skoti & kántrýmúsík fullkomin blanda. Eftir áralangan mótþróa gaf ég loksins Grateful Dead séns og tékkaði á kántrýtímabilinu þeirra. Keypti mér vínilana af American Beauty og Workingman's Dead og rannsakaði. Ég fann tvö lög sem eru góð. Ekkert meiriháttar nýting það, en þetta eru svo góð lög að það er OK. Eftirfarandi eru bæði af American Beauty:
Grateful Dead - 'Friend of the Devil' mp3
Grateful Dead - 'Ripple' mp3
Hinsvegar er platan Sweetheart of the Rodeo með The Byrds fullkomin. Hvert einasta lag er glóandi gull og fegurra en spilavítiskvendi. Byrdsmenn og Gram Parsons í essinu sínu. Bjór-númer-tvö lagið 'You Aint Going Nowhere', honkítonk stuðið 'You're Still on My Mind' og fjörkálfurinn 'Pretty Boy Floyd' Standa fremst. Ég fékk mér um daginn svona special edition af plötunni þar sem eru fullt af aukalögum og kokteilsósu. Eftirfarandi lag er eitt af óútgefnu lögunum og ég bara skil ekki hvers vegna það fékk ekki að fljóta með. Ísköld morð-ballaða, sem hefur verið til í ýmsum myndum síðan á 17. öld í Englandi. Hér sett í sveitalubbabúning. Hlustið sérstaklega vel á textann, sem er yfirburðaflottur.
The Byrds - 'Pretty Polly' mp3
Einsog egg & beikon eða Hall & Oates, þá er skoti & kántrýmúsík fullkomin blanda. Eftir áralangan mótþróa gaf ég loksins Grateful Dead séns og tékkaði á kántrýtímabilinu þeirra. Keypti mér vínilana af American Beauty og Workingman's Dead og rannsakaði. Ég fann tvö lög sem eru góð. Ekkert meiriháttar nýting það, en þetta eru svo góð lög að það er OK. Eftirfarandi eru bæði af American Beauty:
Grateful Dead - 'Friend of the Devil' mp3
Grateful Dead - 'Ripple' mp3
Hinsvegar er platan Sweetheart of the Rodeo með The Byrds fullkomin. Hvert einasta lag er glóandi gull og fegurra en spilavítiskvendi. Byrdsmenn og Gram Parsons í essinu sínu. Bjór-númer-tvö lagið 'You Aint Going Nowhere', honkítonk stuðið 'You're Still on My Mind' og fjörkálfurinn 'Pretty Boy Floyd' Standa fremst. Ég fékk mér um daginn svona special edition af plötunni þar sem eru fullt af aukalögum og kokteilsósu. Eftirfarandi lag er eitt af óútgefnu lögunum og ég bara skil ekki hvers vegna það fékk ekki að fljóta með. Ísköld morð-ballaða, sem hefur verið til í ýmsum myndum síðan á 17. öld í Englandi. Hér sett í sveitalubbabúning. Hlustið sérstaklega vel á textann, sem er yfirburðaflottur.
The Byrds - 'Pretty Polly' mp3
Ummæli
Takk fyrir góða síðu.
Sjonni