KóalaUm daginn var ég að sleikja upp ástrali og er hvergi nærri búinn. The Presets hafa verið (skvt. itunes) í miklu uppáhaldi hjá mér síðan 17. desember 2005. Þeir gáfu út 'Beams' árið 2006 sem var full af bombastíkum töktum, kuskugum synthum og afar sérsökum söng Julian Hamilton. Hinn gæjinn heitir Kim Moyes.

Hverju sem líður, loksins er komin ný plata. Hún var vatni ausin og skírð 'Apocalypso' og er hún að mörgu leiti meira af því sama, bara aðeins sjóaðri. Hérna er tvennt sem ætti að koma ykkur í fjórða gír fyrir helgina.

Fínt með bjór og ídýfu, nú eða á þrekhjólinu:
The Presets - 'Kicking and Screaming' mp3

Meira fágað, með múnka-söng. Diskótek í klaustri.
The Presets - 'A New Sky' mp3

OG svo eitt gamalt og sígilt frá 'Beams' tímabilinu:
The Presets - 'I Go HArd I Go Home' (Ascii Disco remix) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur