KveldúlfurEf þið eruð ekki föst undir þungu fargi þá mæli ég með því að þið kíkjið á Kaffibarinn í kvöld. Þar mun ég vera að spila tónlist og fara með gamanmál og töfrabrögð. Ég byrja amk á því að plötusnúðast og ákveð restina eftir stemningu. Er ekki alltaf rauðvín og brauð á KB á miðvikudögum? Tilvalið!

Fransk-spænska dansskrímslið Golden Bug er að púnga út nýju efni og við vorum svo heppin að fá nasaþef. Hérna, þefið af þessu:
Golden Bug - 'Bisco' mp3

Það er alveg stórhættulegt að koma með yfirlýsingar einsog Flairs eru með í gangi hér. Þeir þykjast betri en Prince í því að spila á bassa, að borða og að (!!) elskast. Reyndar nær Prince manni bara uppí ökkla (þegar hann er á hælum) þannig að Flairs þurfa varla að óttast hefndaraðgerðir.
Flairs - 'Better Than Prince' mp3

Elli Bananas sendi mér myndbandið við lagið, og það er stórfínt. Maður fær alveg handakrampa við að sjá þetta.

Ummæli

Vinsælar færslur