Gestafærsla frá Árna Kristjáns"Blue Magic kom upprunalega frá Philadelphia og var stofnuð árið 1972. Stíll sveitarinnar má beint rekja til Philly soul en aðalsmerki sveitarinnar voru fönk-skotnar soul ballöður. Meginþorri platna sveitarinnar kom út á 8. áratugnum en þó gáfu þeir út eina plötu árið 1983 þar sem kvað við annan tón. Platan bar titilinn Magic # og þar hurfu þeir frá hinu hefðbundna Philly sándi og músíkin var af boogie gerðinni, það er blanda af fönk, soul og diskó mixað saman með synthum og trommuheilum þess tíma.

Lagið heitir Clean Up Your Act og edit-ið er mitt, gjöriði svo vel."

- Árni Kristjánsson

Blue Magic - Clean Up Your Act (Árni Kristjánsson Edit) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur