TápFyrst við erum alveg að tapa okkur í færslugleðinni (fjögur kvikindi á miðvikudeginum einum saman) þá er ekki úr vegi að pota einni að svona rétt áður en maður slekkur og læsir skrifstofunni fyrir helgina.

MGMT hafa verið að sópa að sér bloggæsingi (við með) og er hann verðskuldaður. Núna þegar fólk hefur verið að melta plötuna í smá tíma er komið að remixunum að rúlla inn og hefja næstu bylgju. Við gefum James Rutledge hljóðið.

MGMT - 'Electric Feel' (James Rutledge Remix) mp3Og fyrst við erum að heimsækja góðvini þá var okkur að áskotnast nýlegt remix með Lykke Li. Krílið er í góðum höndum:

Lykke Li - 'Little Bit' (Loving Hand Remix) mp3

Ummæli

Ari sagði…
Takk f mig - eðall sem endranær
Saga sagði…
Þetta remix er svakalegt!!

Vinsælar færslur