Hjónasvipur

Hjóna svipur. Hljómar kinkí. Svipurnar sem hjónin hafa sankað að sér. Ein með glerbrotum saumuðum í og önnur sem liggur í smjörmarineringu.

Ég veit ekki hvort hjónakornin Cecil og Linda Womack eigi þannig tómstundir, en hvað þennan pistil varðar álít ég að svo sé.

Kinkí pakkið Womack & Womack bókstaflega drottnuðu yfir huggulegum "urban soul" útvarpsbylgum níunda áratugarins. Mamma þín steig trylling við uppvaskið þegar Teardrops heyrðist á Stjörnunni árið 1984 og gerir hún það væntanlega enn.

Ég hafi einmitt afskrifað W&W sem einmitt það, uppvasksdægrardvöl, en fyrir um tveimur árum duttu þau svona feiknasterk inn og síðan hef ég ekki litið undan. Alveg einstaklega smekklegt og fönkí á svona handaklappslegan máta.

Og núna er ég alltaf að vaska upp ber að ofan, trommandi með uppþvottaburstanum oní vaskinn svo það skvettist vatn útum allt.

Womack & Womack - 'MPB (Missing Persons Bureau)' mp3

Womack & Womack - 'Conscious of my Conscience' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
uuu..Stjarnan var ekki stofnuð fyrr en 87 en lagið er gott engu að síður... ;)

friður
Bjarni B
Bobby Breidholt sagði…
Sællar minningar!

Stuð
Bobby B

Vinsælar færslur