Strákarnir okkar!



Það hlýtur að vera frústrerandi að vera dyggur íþróttastuðningsmaður á íslandi. Við eigum ekki breik, við erum svo lítil. Við verðum að taka því litla sem okkur er rétt fegins hendi, hvort sem það er jafntefli við dauðþreytt landslið Frakka nokkrum millisekundum eftir að þeir kláruðu sig alveg í einhverju alþjóðamóti eða brons á ólympíuleikum á svona átta ára fresti. Eða eitthvað. Ég get lítið sagt, ég fygist ekki með íþróttum.

Ef þú heldur hinsvegar með íslandi í tónlist þá ertu talsvert betur settur. Við erum ekki alveg Ítalía eða bandaríkin, en við erum alveg danmörk. Við eigum fighting chance, og það er stutt sigranna á milli.

Einn af "strákunum okkar" í tónlist er Emiliana Torríní. Hún er búin að halda sér undir radarnum, sem fulltrúi íslands hefur hún unnið nokkur evrópumót baktjaldamegin, til dæmis með því að semja smelli fyrir bíómyndir og stórar poppstjörnur, milli þess sem að hún sinnir listagyðjunni með persónulegri breiðskífum.

Nú er að bresta á ný breiðskífa frá kappanum (ef við höldum okkur í íþróttaslangrinu), sem mun bera titilinn Me and Armini. Samkvæmt internetinu mun platan vera talsvert kröftugri en síðasta plata hennar, Fisherman's Woman, sem var öll í hugljúfari kantinum. Við fundum lag af væntanlegri plötu á erlendu tónlistarbloggi, og við gátum ekki setið á okkur að deila því með ykkur.


Emiliana Torrini - Heard it all before
mp3

Ummæli

Vinsælar færslur