Mánudagsmæða: Villi og Mannakorn
Eitt af síðustu lögunum sem Vilhjálmur Vilhjálmsson tók upp var hanastélsgrúflagið Í rúmi og tíma. Lagið var samið af Magga Eiríks, en Mannakorn, þá ungir og flippaðir poppstrákar, spiluðu undir. Lagið hefur einhvern undarlegann dularfullann tón, sem gerir það jafnhæft í mánudagsmæðu og sem grúf í upphafi partísins á föstudegi.
Svo er eitthvað við röddina hans Villa, og textann sem hann syngur. Hann er ekki gamall þegar þetta er tekið upp, kannski rétt yfir þrítugt, en eitthvað við tóninn gefur manni þá tilfinningu að maðurinn sem syngur eigi stutt eftir, og sé saddur ævidaga. Auðvitað er þetta merking sem maður klínir á lagið vitandi að söngvarinn ætti eftir að farast í slysi stuttu eftir að lagið var tekið upp, en gerir sagan ekki alltaf góð lög goðsagnakennd? Bobby kallar þetta Ian Curtis heilkennið. Þó að fráfall Villa hafi verið mikill missir, þá gefur það honum vissann goðsagnakenndann status sem þeir sem lifðu af og eldust og tóku svo þátt í Laugardagslögunum (eða tóku þátt í níunda og tíunda áratugnum og fóru að búa til lög til spilunar á bylgjunni og létt fm) fengu ekki.
Vilhjálmur Vilhjálmsson og Mannakorn - Í rúmi og tíma mp3
Svo er eitthvað við röddina hans Villa, og textann sem hann syngur. Hann er ekki gamall þegar þetta er tekið upp, kannski rétt yfir þrítugt, en eitthvað við tóninn gefur manni þá tilfinningu að maðurinn sem syngur eigi stutt eftir, og sé saddur ævidaga. Auðvitað er þetta merking sem maður klínir á lagið vitandi að söngvarinn ætti eftir að farast í slysi stuttu eftir að lagið var tekið upp, en gerir sagan ekki alltaf góð lög goðsagnakennd? Bobby kallar þetta Ian Curtis heilkennið. Þó að fráfall Villa hafi verið mikill missir, þá gefur það honum vissann goðsagnakenndann status sem þeir sem lifðu af og eldust og tóku svo þátt í Laugardagslögunum (eða tóku þátt í níunda og tíunda áratugnum og fóru að búa til lög til spilunar á bylgjunni og létt fm) fengu ekki.
Vilhjálmur Vilhjálmsson og Mannakorn - Í rúmi og tíma mp3
Ummæli
frábært dót.
PS: Ég setti Silfurstjörnuna í spilarann á síðunni minni svona í tilefni af tilvísuninni í það hér í kommentakerfinu. ;)