Horfum á TryllingsmyndÁður en Santogold nokkurn veginn tók heimstónlistar-reggae-rappið útaf fyrir sig þá var það Warrior Queen frá Stórabretlandi sem réð landi og láði. Eða ekki. Kannski. Ég er rosalega fáfróður um þennan tiltekna heim tónlistar, breskt neðanjarðar grime dub eða hvað sem má kalla þetta.

Ég veit máski lítið, en ég veit þó að þetta lag með WQ og The Bug er alveg spinnigal. Þegar maður heyrir þetta fer maður jafnvel að skilja hnífstungufaraldurinn í London. Algert zombígrúf með ofbeldisfullum bassa og löngun til að kýla í loftið með ímynduðum rýting.

The Bug & Warrior Queen - 'Poison Dart' mp3

Ummæli

Árni sagði…
Koma svo, kalla þetta það sem þetta er, döbbstepp. Tjekka svo á TRG - Broken Heart (Martyn's DCM Remix).
Bobby Breidholt sagði…
AHA! Takk kærlega. Beint fer ég nú í 'genre' í itunes.

Vinsælar færslur