PDF Format / Future World Orchestra


80's tölvuleikja-tryllings-sándið er voða vinsælt núna, og hefur ekki verið eins vinsælt síðan að Kid Icarus var og hét. PDF Format er alter-egó kanadíska listamannsins David Dineen-Porter, en við munum kalla hann MegaDave héðan í frá. Lagið er tölvuleikjatryllingsútgáfa af Beach Boys ballöðunni vinsælu God Only Knows.

Merkilegt nokk hafði iTunes nokkuð við þetta að bæta, við hlustuðum á lagið á meðan að við vorum að skrifa þessa færslu, og beint á eftir kom lag sem var eins og rökrétt framhald lagsins.

Lagið, sem heitir Roulette, er með hljómsveitinni Future World Orchestra. Þeir voru hressir tölvupopparaunglingar frá hollandi sem gerðu speisað tölvupopp, undir áhrifum frá yfirdrifnu sinfóníurokki áttunda áratugsins. Þetta lag er pínu tölvuleikjamúsík líka, en þar sem að þetta lag kom út 1983, er sennilega réttara að segja að tölvuleikjamúsík níunda og tíunda áratugarins hafi verið pínu Future World Orchestra.

PDF Format - God Only Knows mp3

Future World Orchestra - Roulette mp3

Ummæli

PDF Format sagði…
I wish i could understand this article, but, i am PDF Format, and thanks for the shout out!

I will try to read your inscrutable Nordic tongue now.

Vinsælar færslur