PixiesGouge Away er uppáhalds Pixies lagið mitt. Kannski er það út af því að ég heyrði það ekki fyrr en nýlega, og fékk því ekki tækifæri til að fá ógeð af því á tíunda áratugnum, eins og gerðist með öll þekktari Pixies lögin.

Ég fór að gúggla mér til um þetta lag, og fann það út að einhver snillingur á internetinu væri búinn að finna það út að lagið fjallaði um sögu Samsons og Delílu. Mörg af elstu lögum Pixies innihéldu tilvísanir í ofbeldi í gamla testamentinu, en Black Francis, söngvari Pixies, var víst svag fyrir slíku.

Á Wikipedíu má finna heillanga bálka bæði um hljómsveitina og plötuna Doolittle sem þetta lag er tekið af.

Pixies - Gouge Away mp3

Ummæli

Birkir sagði…
Sonur!

Alec Eiffel

Vinsælar færslur