Íslensk ör-raf-súpergrúppa




Minnsta súpergrúppa íslands er sennilega Gluteus Maximus. Hljómsveitin, sem samanstendur af Jack Schidt (e.þ.s. DJ Margeir, e.þ.s. PS Marri Stuð) og President Bongo, forstöðumanni Gus Gus.

Þeir eru búnir að spila plötur saman á diskótekum landsins í nokkur ár, en samstarf þeirra hefur orðið nánara undanfarin misseri, í fyrra stofnuðu þeir skemmtanahalds- og plötuútgáfufyrirtækið Jón Jónsson ásamt Jóni Atla hárlöggu, og í ár hafa þeir stigið fram á sjónarsviðið sem ör-raf-súpergrúppan Gluteus Maximus.

Við bjóðum upp á þrjú tóndæmi runnin undan rifjum gluteussins. Fyrst ber að nefna endurvinnslu þeirra á hinu frábæra lagi danska rafdúettsins Klovn, I Want You. Einnig bjóðum við upp á niðurhal á óformlega endurvinnslu (les: bootleg) sem Trentemoller gerði byggt á endurhljóðblöndun sem Jack Schidt gerði á lagi með Jimi Tenor. Þriðja lagið sem við viljum benda á er ekki í formi niðurhals (Gluteus Maximus er tight-ass og vildi ekki gefa okkur lagið), en hins vegar hvetjum við ykkur eindregið til að skella ykkur á myspace til að hlusta á lagið. Lagið sem um ræðir er nefnilega óútkomin endurhljóðblöndun Gluteuss Maximuss á fyrstu smáskífunni af nýju Sigurrósarplötunni, Gobbeldigook. Þeim hefur tekist stórvel til með þessa endurhljóðblöndun, þetta er eitt það ferskasta og mest spennandi sem hefur gerst í raftónlist á íslandi undanfarið ár.

Jack Schidt vs Jimi Tenor (Trentemoller Bootleg) mp3

Klovn - I Want You (Gluteus Maximus Remix) mp3

Hlustið á Hoppípolla - Gluteus Maximus remix hér

Ummæli

Bobby Breidholt sagði…
Tónlist= Flott stöff mar.

Mynd= That's gotta hurt.
Nafnlaus sagði…
Mér heyrðist í PZ í gær að Jack Schidt væri a.k.a. Margeir Diskóbumba!

Vinsælar færslur