Niðurtúr
Hér er lag tileinkað þeim sem eru að kemba ælu úr hárinu eftir helgina, hvort sem henni var eytt úti í sveit, heima í stofu nú eða bara í gubbipest. Ef þú ert með köflótt far í andlitinu eftir að hafa notað einnotagrill sem kodda þá ertu bara flottur á því.
Lagið sem um ræðir er rólyndis breiköpplag sem The Band gerðu nokkuð frægt í hálfgerðri kántrí-reggae útgáfu. Hér er lagið berstrípað, enda Robbie einn við píanóið að raula og húmma út í tómið. Væntanlega að horfa á ljósmynd af einhverri fyrrverandi. Þannig sé ég amk fyrir mér poppara að semja ástarsöngva: með mynd af konu í gylltum ramma á flyglinum.
Ekki orð um það meir:
Robbie Robertson - 'Twilight' (demo) mp3
Ummæli