Lágstemmdur fimmtudagur

Stephen Stills kallaði það Wooden Music og mér finnst það eiga við. Músík sem kallar á kertaljós og helst svona brúnan rúskinnsjakka með kögri lafandi úr ermunum. Einsog Bubbi var alltaf í.


"A lotta freaks!"

Arlo Guthrie fær fyrstur að kyrja í þreytt eyru. Hann er auðvitað sonur Woody Guthrie, þjóðlagahetjunnar sem Bob Dylan hermdi eftir í einu og öllu fyrstu árin. Arlo var nokkur hetja meðal hippanna sem fíluðu hans tuttugumínútna grínsöngva og dóp hittara. Hann lumaði þó á nokkrum undurfögrum, kántrískotnum dægurlögum sem fer minna fyrir á bestoff plötunum. Hér er eitt slíkt:

Arlo Guthrie - 'I'm going home' mp3



Svo eru það íslandsvinirnir í Brazilian Girls sem eru næst að fytja lag sem fylgir ekki væntingum. Nýja platan, 'New York City' er full af alþjóðlegu poppfúnki og mjaðmakúlum en inn á milli leynist þetta undurfagra lag, sem ég hef verið með á miklum snúningi undanfarið.

Brazilian Girls - 'L'Interprete' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur