Föstudagsrafmagnsdiskó

Fake Blood er einhver breskur pródúser á þrítugsaldri, sem á derhúfu og dídjeiar á klúbbum. Á mæspeisinu hans stendur eflaust að hann hafi verið að dídjeia síðan hann var þriggja ára og að hann hafi unnið með hinum og þessum, en satt best að segja, who gives a shit?

Aðalatriðið er að þetta er voða hresst og ferskt. Hann og nokkrir aðrir gæjar, þá helst Boy 8-bit, hafa tekist að dusta rykið af hljóðheimi reiftímabilsins, og uppfæra þannig að úr verður eitthvað nýtt og spennandi. Það mætti kalla þetta Nu-Rave, ef NME væri ekki búið að ráðstafa það sem fimmtu eða sjöttu skilgreininguna á Diskópönki.

Það er reyndar merkilegt.

Árlega hampa þeir, og lýsa svo yfir andláti, nyrra tónlistastefna sem eru yfirleitt bara hress rokktónlist sem hægt er að dansa við. Fyrst var það Diskópönk, sem dó og kom aftur sem Elektrórokk, sem dó og kom aftur sem eitthvað annað, sem dó og kom aftur sem Nu-Rave. Aular. Við Bobby erum báðir stoltir uppsegjendur áskriftar að NME. Enn og aftur. Aular.

En nóg um skítseyðin hjá NME. Ef þið fílið þetta þá spila ég mikið af svona músík í Funkþættinum, sem þið getið hlustað á á X-inu á fimmtudagskvöldum milli ellefu og eitt, og á netinu á síðunni okkar, Funkthatturinn.com.



Fake Blood - Mars mp3

Underworld - Ring Road (Fake Blood Remix) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur