Airwaves #2

WhoMadeWho (DK)
Á Gauknum á laugardagskvöldinu, kl. 00:00


Whomadewho eru danskir sprelligosar. Svo mikið er vitað. Einnig höfum við upplýsingar um að þeir séu gefnir út af þýska fyrirtækinu Gomma. Þeim hefur verið lýst sem* blöndu af bylgjúmúsík og nútíma raftónlist. Platan þeirra, "Whomadewho", er lágstemmd partímúsík, en ári eftir að hún var gefin út gerðu þeir aðra útgáfu af plötunni, "Green versions", sem samanstendur af nokkurskonar speisrokk útgáfum af lögum fyrri plötunnar. Tónlist af henni er oft spiluð í dagskrárlok hjá danska ríkissjónvarpinu.

* "Þeim hefur verið lýst sem" er blaðamennskumál fyrir "okkur finnst þeir vera". Það er bara meira fagmanns að segja þetta svona.


» Munk & James Murphy - 'Kick out the chairs' (replayed by WhoMadeWho)
» WhoMadeWho - 'Space For Rent'
» WhoMadeWho - 'Space For Rent' (Green Version)

» WhoMadeWho á Airwaves

Ummæli

Vinsælar færslur