Mánudagslag #35

Muniði þegar The Strokes voru góð hljómsveit? Í hvert skipti sem ég heyri 'Sometime' af fyrstu plötunni 'Is This It' þá flýg ég til baka með tárin í augunum í bílskúrinn hennar Söru. Þar hittumst við alltaf, krakkarnir í listabrautinni í FB og duttum íða í jakkafatajakka-gallabuxna-Chuck Taylor átfittunum okkar og héngum svo á Sirkus frameftir lokun. The Strokes héldu tónleika hérna þann veturinn og við mættum auðvitað. Ég var svo sniðugur að redda okkur Hörpu baksviðs þar sem við djömmuðum með bandinu í búningsherberginu. Svo vorum við dregin með í eftirpartýið á Kaupfélaginu sáluga og sátum þar með The Strokes á meðan Frikki Weisshappel fékk ekki að koma innfyrir flauels-reipið. Ligga ligga lá. Góðir tímar.

Önnur plata sveitarinnar, 'Room on Fire' var lakari plata en sú fyrsta en þar var engu að síður að finna lagið 'Reptilia' sem mér finnst vera eitt af þeirra allra bestu lögum. Hér er falleg mánudagsútgáfa af því lagi í flutningi Howie Beck:

Howie Beck - 'Reptilia' (Strokes cover) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur