í Maxgallann og út að skokka
Þið hafið örugglega heyrt um þetta. Nike fékk James Murphy (DFA, LCD Soundsystem) til að búa til skokk-mixteip handa sér. Ætlunin var að gera tónlist sem passar við störf líkamans meðan á æfingu stendur (sem þýðir bara stöðug hækkun/hröðun og rólegheit í hvorn enda). Útkoman er glimrandi fínt þrjiggjakortera retró-diskó-tekknó bútasaumsteppi úr nokkrum lögum sem lágu ókláruð á harðadisknum hans.
Það eru auðvitað háværar nöldur-raddir í gangi frá liði sem er ósátt við að Murphy sé að gera lag handa Nike og að hann sé núna einhver sellout. Hvernig væri ef það pakk myndi bara drulla sér frá nöldur-spjallrásunum, leggja frá sér Pringlesið, setja smyrsl á legusárið, fara út að hlaupa og hættessu djöfulsins væli! Mér finnst þetta mergjuð hugmynd! Nike ætti að gefa út heila seríu af hlaupalögum frá framsæknum tónlistarmönnum. Meira svona!
(Fjarlægt að beiðni listamanns)
Ummæli
Ég er búinn að leita mikið af þessu. Ég hlakka til að fara út að hlaupa.
...góð síða