Kæra dagbók - miðvikudagur

Hin mergjaða Airwaves hátíð er byrjuð og bærinn er fullur af yndisfríðum skandinavískum stelpum með bjór í hönd sem spyrja mig til vegar. Njamm. Ég hljóp eins og fætur toguðu niður á Pravda í gær. Þar voru Electroll að klára DJ settið sitt. Næstur inní búr var our very own Terrordisco. Hann tryllti lýðinn að vanda en af einhverri ástæðu virtust rússarnir sérstaklega fíla hann Svenna okkar.

Zuckakis Mondeyano Project eru greinilega orðnir allt of stórir fyrir Pravda því þvagan lá hálfa leiðina niður stigann. Svo þegar Lovísu var meinaður aðgangur vegna skilríkjaleysis ákváðum við að stinga af. Það er greinilegt að Lay Low er ekki ennþá orðin nógu fræg til að fá greiðan aðgang á Pravda. Ég heyrði að Gaukurinn væri einsog sveitt skinkudós (ég er farinn að kvíða fyrir Wolf Parade á föstudaginn)og því fórum við yfir á Nasa. Þar náðum við Original Melody og Forgotten Lores. Svaka stuð og þar voru allir sem skipta máli.

Nema Harrison Ford. Það mætti halda að DJ Indiana Jones væri sein viðbót við hátíðina því enginn getur haldið vatni yfir að Harrison Ford, sem lék í þarna kafbátamyndinni með Ingvó E Sigurðs, sé að tjilla á landinu. Sjíss!

En hér er bónus lag með Klaxons. Sjáið þá í Listasafninu í kvöld. Ég meina það. Harrison Ford verður þar.

Klaxons - 'Magick' (simian Mobile Disco remix) mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég er ekki að sjá hvernig þeir ætla koma Wolf Parade fyrir á gauknum. Ég stóð bókstaflega fastur í 45 mín inná miðjum staðnum þegar We Are Scientists voru að spila og gat ekki hreyft mig, I kid you not.

Þeir hefðu svo átt að hafa þetta á Nasa og þá Wolf Parade líka, þetta á eftir að vera hellish.

Vinsælar færslur