Airwaves #7

Tilly & The Wall (US)
Í Listasafninu á fimmtudaginn, kl. 21:15Hrátt og hresst sánd, óslípaður hópsöngur og skrítin flautukennd hljóðfæri... Þetta hljómar eins og eldhúspartí hjá nemendum í FÍH. Hvað heitir þessi tegund tónlistar? Krúttrokk? Eldhúsfólk? Gólfteppisorgíuspagettipakkabarningspopp? Ef þið fílið Benna Hemm Hemm og Fiery Furnaces þá fílið þið pottþétt þetta band.

» Tilly & The Wall - 'Fell Down The Stairs'
» Tilly & The Wall - 'Bad Education'

» Tilly & The Wall á icelandairwaves.com

Ummæli

Vinsælar færslur