Airwaves #26

Nokkrir uppáhalds íslenskir Airwaves artistar:

FM Belfast
Á Pravda - Airwaves Club laugardagskvöldið kl. 23.30

FM Belfast er Árni Rúnar Hlöðversson (Plúseinn) og Lóa Hjálmtýsdóttir. Þegar hann er ekki að búa til trendí hárgreiðsluelektró með Hairdoctor, og þegar hún er ekki að búa til teiknimyndasögur, þá koma þau saman og búa til tónlist undir nafninu FM Belfast.

» FM Belfast - Lotus (Killing In The Name Of)
» FM Belfast á Myspace

Bloodgroup
Á Pravda - Airwaves club, föstudagskvöldið kl. 22.00

Bloodgroup eru frumherjar í endurreisn næntíssins á íslandi. Lagið þeirra, » Hips Again (demo), hefur hlotið mikla spilun á myspace prófílnum mínum.

» Bloodgroup - Hips Again (demo)
» Bloodgroup á Myspace

Idir
Á Grand Rokk, fimmtudagskvöldið kl. 21.45
Ef tregafull kassagítarsmúsík er eitthvað fyrir þig, áttu eftir að fíla Idir í klessu.

» Idir - All The Dreaming
» Idir á Myspace

Ummæli

Vinsælar færslur