Föstudagsslagari XXIV

Föstudagsslagarinn í dag er tvöfaldur.

Radiohead er ekki þetta týpiska partíband. Allavega er yfirleitt ekkert rosalega gaman að fara í partí þar sem gestgjafinn blastar Radiohead.

Þetta hefur angrað Radiohead unnendur um heim allann í fleiri áratugi, en loks er komin lausn á þessu hvimleiða vandamáli. Mark Ronson hefur búið til partíhressa arr-enn-bí útgáfu af Just, og reggídvergarnir í Easy Star All-Stars tóku Paranoid Android og helltu smá lífi í það.

Góða helgi.

» Easy Star All-Stars - Paranoid Android
» Mark Ronson feat. Alex Greenwald - Just

Ummæli

Vinsælar færslur