Partý í Hval 9Vinir mínir á Hvalveiðaskipinu Hvalur 9, Brjánn, Georg og Blængur ætla að halda teiting í kvöld. Við ætlum að þamba uppsafnaðan raka úr vélarfeitis-tunnunni, slægja Langreið eða tvær, gera símaöt og fara svo í armbeygjukeppni. Eða eitthvað.

Hér er það sem fer í kassettutækið þegar við viljum ota mjöðmunum til og frá:

The Presets eru frá Ástralíu, kunna að búa til flotta mússík og eru með soldið flotta heimasíðu.
The Presets - 'I Go Hard I Go Home' (Ascii Disko Remix) mp3

Klanguage er líka flott. Nenntekki að gúglaða.
Klanguage - 'Priceless Things' mp3

Og hér að lokum er fagurt lag sem passar vel við trúnóið í kvöld eða koddahjalið á morgun.
Donovan - 'Oh Deed I Do' mp3

Ummæli

Vinsælar færslur