Hrúga af Airwaves

Lisa Lindley-Jones (UK)
Gauknum á föstudaginn, kl. 20:45



Í fyrsta lagi: Hún er óóóóógeðslega sæt. Höfum það í huga. Hotttttttttttt með fjórtán t-um. Þetta er soldið eins og Sonic Youth með fallegum kvennmanssöng. En djöfull er hún sæt.

» Lisa Lindley-Jones - 'Firetime'

» Lisa Lindley-Jones á icelandairwaves.com


- - -


Islands (CAN)
Á Gauknum á föstudaginn, kl. 20:45



Krútt! KRÚÚÚÚÚÚÚÚÚTT! Alveg meiraðsegja megakrútt. Allt bakköppbandið hjá Múm mætt, og Sufjan og Benni Hemm Hemm klappa með. Plinketyplonk. Rosa vel gerð krúttering í alla staði.
Hey! Hvað myndirðu kalla framhaldsþátt um ástir og örlög Múgíson og stelpnanna í Amina? Lopasápa!

» Islands - 'Rough Gem'

» Islands á icelandairwaves.com


- - -


Hogni Lisberg (FO)
Í Þjóðleikhúskjallaranum á föstudaginn, kl. 22:00

Einhversstaðar í skemmu í afviknu þorpi í færeyjum er tilraunastofa, þar sem færeyskir vísindamenn hafa í 20 ár unnið að því að fullkomna vísnasöngvagenið. Færeyingar eru rosa flinkir í að flytja út hugljúfa tónlistarmenn, og Högni er ekkert síðri en Eivör eða Teitur.

Þetta lag fer í iPoddinn hjá hugljúfasta núlifandi íslendinginum, Jóni Ólafssyni (Jón Ólafsson sem spilar á hljómborð, ekki Jón Ólafsson sem borðar munaðarleysingja).

» Hogni Lisberg - 'Morning Dew'

» Hogni Lisberg á icelandairwaves.com


- - -


Datarock (NO)
Á Gauknum á fimmtudaginn, kl. 23:00



Mjög dansvænt norskt síðpönk sem David Byrne væri stoltur af. Ef þú fílar Talking Heads, þá ættir þú að grípa stóru jakkafötin og mæta á þessa tónleika.

» Datarock - 'fa fa fa'

» Datarock á icelandairwaves.com

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hvah, allir gæjarnir á hjólum?

R.A.D.
Bobby Breidholt sagði…
Við Svenni ætluðum að stofna tvær óvina-reiðhjólaklíkur. Hann var The Danger Peddlers og ég var The Huffington Bicycle Society. Við værum flott tekknógrúppa þá.

Vinsælar færslur